Föstudagur, 26. febrúar 2010
Verkamannaflokkurinn í Bretlandi í sókn
Enn dregur saman með Íhaldsflokknum og Verkamannaflokknum í Bretlandi. Samkvæmt könnun sem Daily Telegraph birtir í dag er forskot Íhaldsflokksins komið niður í 5 prósentustig, en það var 28 prósentustig í september í hittiðfyrra. Nú fengi Íhaldsflokkurinn 37 prósent, en Verkamannaflokkurinn 32 prósent. Hvorugur fengi meirihluta í neðri málstofunni, og hugsanlega fengi Verkamannaflokkurinn fleiri þingmenn. Það helgast af því að fylgi hans er meira í þéttbýli þar sem kjördæmi eru fleiri, segir Daily Telegraph.
(ruv.is)
Brown leiðtogi Verkamannaflokksins er umdeildur m.a. vegna stuðnings við Íraksstríðið. En sennilega er orðið of seint fyrir flokkinn að skipta um leiðtoga fyrir kosningar. Íslendingar mundu gráta það þurrum tárum,að Brown hætti eftir framkomu hans við okkur í Icesave málinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.