Föstudagur, 26. febrúar 2010
Útflutningur á þjónustu nam 280 milljörðum sl. ár
Útflutningur á þjónustu á fjórða ársfjórðungi var samkvæmt bráðabirgðatölum 71,1 milljarður kr. en innflutningur á þjónustu 63,1 milljarður króna. Þjónustujöfnuður við útlönd á fjórða ársfjórðungi var því jákvæður um 8,0 milljarða króna.
Þetta kemur fram á vefsíðu Hagstofunnar. Þar segir að samgöngur er stærsti þjónustuliðurinn og mestur afgangur varð vegna þeirrar þjónustu, eða um 10,7 milljarðar kr. en afgangur vegna annarar þjónustu reyndist vera um 8,1 milljarður kr. Aftur á móti var halli á ferðaþjónustu um tæpa 10,8 milljarða kr.
Samgöngur skiluðu 35,9 milljarða afgangi á árinu 2009 samkvæmt bráðabirgðatölum og önnur þjónusta skilaði 11 milljarða afgangi. Á móti kom að halli var á ferðaþjónustu um 7,6 milljarða.(visir.is)
Þessar tölur eru góðar og leiða í ljós hvar sóknarfærin liggja.Við munum fá síauknar tekjur af ferðaþjónustu og samgöngum. Auk þess er útflutningurinn að færa okkur miklar tekjur i dag,m.a. vegna hagstæðs gengis.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.