Ísland vildi 3 vaxtalaus ár

Íslenska samninganefndin bauð Bretum og Hollendingum að hefja greiðslur af Icesave skuldinni árið 2012. Þá verði vextirnir 2,5 prósent og hækki jöfnum skrefum til uppgreiðsluársins 2016. Þá verði þeir 3,5 prósent. Ísland tryggi að ríkin fái allt að 20,887 þúsund evrum, fyrir hvern Icesave reikning, auk sanngjarnra vaxta.

Bretar og Hollendingar lýsa yfir miklum vonbrigðum með að samningaviðræður við Íslendinga vegna Icesave-deilunnar, hafi farið út um þúfur í gær. Enginn nýr fundur samninganefndanna er fyrirhugaður. Formælandi ríkisstjórnar Hollands segir Hollendinga mjög vonsvikna, þrátt fyrir átján mánaða samningaviðræður séu Íslendingar ekki enn reiðubúnir að samþykkja besta tilboðið til lausnar deilunni.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband