Kjararáð lækkar laun ríkisforstjóra

Alls lækka 23 ríkisforstjórar í launum með ákvörðun Kjararáðs sem birt verður eftir hádegið. Forsætisráðherra á þá að verða hæst launaði starfsmaður ríkisins sé miðað við grunnlaun.

Ríkisstjórnin boðaði snemma síðasta sumar að enginn ríkisforstjóri eða embættismaður skyldi vera með hærri laun en sjálfur forsætisráðherrann sem hefur 935 þúsund krónur á mánuði. Að auki fær forsætisráðherrann greitt fyrir að leysa forsetann af þegar hann er í útlöndum, bílahlunnindi og sérstaka greiðslu í svokallaðan starfskostnað.

Kjararáð ákveður laun og starfskjör hundruða embættismanna og 11. ágúst færði síðan Alþingi tugi ríkisforstjóra undir ráðið með lögum. Laun í um 40 opinberum fyrirtækjum og stofnunum voru undir. Nokkurn tíma hefur tekið að klára málið enda ýmis vafamál um hvað gilda skuli um dótturfyrirtæki og deildarstjóra þegar vinnuhlutfall er ekki 100%. Þá voru menn líka í vafa um hvort laun bankastjóra nýju bankanna skyldu vera með í þessum pakka.

Samkvæmt Tekjublaði Frjálsrar verslunar var á sjötta tug embættismanna og ríkisforstjóra með hærri laun en forsætisráðherra í fyrra. Að auki voru hátt í 350 læknar með hærri laun en ráðherrann. Eftir hádegið í dag er að vænta úrskurðar Kjararáðs um launalækkun 23 í þessum hópi. Þeirra á meðal eru forstjóri Landspítalans, Seðlabankastjóri og bankastjóri Landsbankans.

Engin þeirra á eftirleiðis að vera með hærri grunnlaun en forsætisráðherrann. Heildarlaunin geta eftir sem áður, að minnsta kosti í einhverjum tilfellum, verið hærri og jafnvel miklu hærri.(ruv.is)

Það er fagnaðarefni að kjararáð skuli nú loks vera að lækka laun ríkisforstjóra en það hefur dregist alltof lengi. Að sjálfsögðu á enginn að hafa hærri laun en forsætisráðherra.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband