Bretar og Hollendingar vilja græða á okkur

Tilboði íslensku samninganefndarinnar sem rætt var í Lundúnum í gær, felur í sér þriggja ára vaxtahlé og lægri vexti en Breta og Hollendinga buðu.

Bretar og Hollendingar lýsa yfir miklum vonbrigðum með að samningar við Íslendinga vegna Icesave hafi farið út um þúfur. Íslensk stjórnvöld líta ekki svo á að viðræðunum sé lokið.

Íslenska samninganefndin bauð Bretum og Hollendingum að hefja greiðslur af Icesave skuldinni árið 2012. Tryggt yrði að ríkin tvö fengju lágmarkstrygginguna, allt að 20.887 evrum, fyrir hvern Icesave reikning, auk vaxta sem nefndin telur sanngjarna. Árið 2012 yrðu vextirnir 2,5% og hækkuðu jöfnum skrefum til uppgreiðsluársins 2016. Þá yrðu vextirnir 3,5%. Þetta kemur fram í tilboði nefndarinnar er birt á vefnum wikileaks.org.

Í tilboði íslensku nefndarinnar sem er svar við tilboði Breta og Hollendinga frá því á föstudagskvöld segir að ekki sé skynsamlegt að ríkin tvö hagnist á Icesave málinu á kostnað íslenskra skattborgara. Síðasta tilboð ríkjanna um 2,75% vexti hafi falið það í sér. Fjármagnskostnaður Breta og Hollendinga sé 0,9% á ári. Það sem samninganefndir ríkjanna hafi gefið til kynna fyrir viku að væri þeirra síðasta og besta tilboð hafi því falið í sér að ríkin högnuðust á tilboðinu.

Tveggja ára vaxtahléi, sem Bretar og Hollendingar buðu hefði í för með sér að ríkin yrðu af 20 milljörðum króna. Miðað við 2,75% vexti ofan á annan fjármagnskostnað, myndi vaxtakostnaðurinn fyrir íslenska ríkið, þegar lánið yrði að fullu greitt, vera um 110 milljarðar króna. Bretar og Hollendingar myndu því hagnast um 90 milljarða króna á Icesave málinu. Vaxtakostnaðurinn á hvern Íslending yrði 280 þúsund krónur.

Íslenska samninganefndin kemur til landsins í dag og síðdegis er gert ráð fyrir að hún hitti forystumenn stjórnmálaflokkanna.(visir.is)

Svo virðist sem vextir þeir,sem Ísland bauð séu sanngjarnir.Hins vegar ætluðu Bretar og Hollendingar að græða á þeim vöxtum,sem þeir buðu þar eð vextirnir mundu færa þeim meiri fjármagnatekjur en nemur útlögðum fjármagnskostnaði þeirra.Það gengur ekki.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband