Föstudagur, 26. febrúar 2010
Skýrsla Rannsóknarnefndar alþingis algert klúður
Skýrslunni hefur ítrekað verið frestað, hún átti upphaflega að vera tilbúin í haust, þá í byrjun febrúar, síðan í byrjun mars en verður líklega ekki tilbúin fyrr en um miðjan mánuðinn. Í þetta sinn er reyndar ekki gefinn upp ákveðinn dagur, heldur talað um að tvær til þrjár vikur séu í skýrsluna héðan í frá.
Nokkrir þeirra sem um er fjallað í skýrslunni fengu tækifæri til skriflegra andsvara. Alls tólf. Þetta á fyrst og fremst við þau atriði nefndin hefur til athugunar, og snerta þessa tólf beint, og varða hugsanleg mistök eða vanrækslu af þeirra hálfu í og í kringum hrunið.
Nú hafa borist svör frá tólfmenningunum, og eru svörin um 500 blaðsíður með fylgigögnum. Yfir þetta þarf nefndin að fara, taka afstöðu til svaranna og gagnanna og ganga endanlega frá skýrslu sinni til Alþingis. Þetta tekur allt tíma.
Það er því ljóst, eins og segir í tilkynningu frá rannsóknarnefndinni, -að þessi lokavinnsla á skýrslunni, frágangur og prentun hennar mun taka nokkurn tíma en áætlanir nefndarinnar miða við að því verði lokið eftir tvær til þrjár vikur. Það þýðir að skýrslunnar er í fyrsta lagi von 11. mars, jafnvel síðar. (visir.is)
Þetta er algert klúður. Það átti aldrei að samþykkja að nefndin gæti skilað af sér seinna en 1.nóv.sl. ár. Síðan átti að gefa út viðbótarskýrslu,ef talin væri þörf á því. Það er einnig alveg fráleitt að fresta útkomu skýrslunnar vegna þess að einhverjir hafi fengið andmælarétt.Og enn fráleitara að skýrsluhöfundar séu að dunda sér við að semja svör við endmælum. Þetta átti allt að gera í viðbótarskýrslu.Almenningur á rétt á því að fá skýrsluna strax og ekki degi seinna en nú.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.