ASÍ kvartar

ASÍ kvartar yfir því að ríkisstjórnin hafi ekki leyst Icesave deiluna og sambandið kvartar yfir seinagangi í því að setja í gang nýjar framkvæmdir til atvinnuaukningar.Þessi gagnrýni er aðeins að hluta til réttmæt.Ríkisstjórnin hafði leyst Icesave deiluna en forseti Íslands setti það mál í uppnám með því að synja lögunum staðfestingar.Gagnrýni vegna Icesave ætti  því að beinast gegn forseta Íslands.Ekki er von til þess að unnt sé að panta nýtt samkomulag við Breta og Hollendinga vegna þess að forseta Íslands datt í hug að synja því samkomulagi,sem hafði náðst.Það tekur tíma að ná nýju samjkomulagi. Hins vegar er gagnrýni ASI á seinagang ríkisstjórnarinnar í atvinnumálum réttmæt. Ríkisstjórnin lofaði ráðstöfunum og framkvæmdum til atvinnuaukningar en lítið sem ekkert hefur gerst í því efni.Það stafar m.a. af því að umhverfisráðherra hefur tafið framkvæmdir.Ríkisstjórnin verður að taka sig  á í atvinnumálunum.Hún verður að setja í gang nýjar framkvæmdir strax,svo sem vegaframkvæmdir og hún verður að greiða fyrir stóriðjuframkvæmdum. Atvinnuleysið  er mesta bölið,sem yfir okkur hefur dunið og það verður með öllum ráðum að útýma því.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband