Laugardagur, 27. febrúar 2010
ESB um bankahrunið: Eftirlitið brást
Ein af orsökum íslenska efnahagshrunsins var sú hve eftirlitskerfið á fjármálamarkaði byggðist á mörgum litlum stofnunum. Þetta hindraði markvissa upplýsingamiðlun og leiddi til skaðlegra tafa á ákvörðunum.
Þetta kemur fram í greiningarskýrslu Evrópusambandsins um aðildarumsókn Íslands.
Íslenskar eftirlitsstofnanir höfðu hvorki á að skipa nægilegu starfsliði né voru þær í stakk búnar til að takast á við síbreytilegar aðstæður, segir í skýrslunni. Þeim láðist að þróa markvissar aðferðir til að takast á við áhættusækni og útþenslu íslensku bankanna.
Þótt innistæður í bönkunum ykjust hröðum skrefum voru eignir Innstæðutryggingarsjóðsins langt frá því nægilegar. Þrátt fyrir vísbendingar um að bankarnir stæðu höllum fæti árið 2006 blessaði FME yfir markaðssetningu netreikninga þeirra erlendis.
Hrunið átti upphaf sitt í ofurákafri útþenslu hins nýlega einkavædda bankageira, að mati skýrsluhöfunda, en skortur á nægjanlegu eftirliti gerði illt verra og jók á hættuna. Í ljós kom að hið efnahagslega eftirlitskerfi, sem starfaði á Íslandi, var ófært um að hefta ósjálfbæran vöxt bankanna, sívaxandi skuldasöfnun þeirra og áhættusækni. -(visir.is)
Hér hefur ESB tekð undir gagnrýni margra Íslendinga á lélegt eftirlitskerfi með fjármálastofnunum.ESB segir,að hrunið hafi átt upphaf sitt í ofurákafri útþenslu hins nýlega einkavædda bankageira. Það er rétt.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.