Þorsteinn Pálsson vill fella Icesave lögin úr gildi

Þorsteinn Pálsson, fyrrverandi forsætisráðherra, leggur til í grein í Fréttablaðinu í dag að ríkisstjórnin leggi fyrir Alþingi að fella Icesave lögin úr gildi og hætti þannig við þjóðaratkvæðagreiðsluna.

Þorsteinn segir að lögin sem greiða á atkvæði um þann 6. mars næstkomandi séu með öllu marklaus. Í fyrsta lagi hafi ríkisstjórnin með nýju samningstilboði viðurkennt í verki að lögin séu óásættanleg. Í öðru lagi hafi viðsemjendur Íslands þegar fallist á betri kost en lögin mæla fyrir um. Að lokum hafi stjórnarandstaðan að kröfu Breta og Hollendinga fengið eins konar úrslitavald um nýja samninga. Á borðinu sé því engin lausn til að kjósa um. Þorsteinn segir að það eina sem fáist út úr þjóðaratkvæðagreiðslunni sé staðfesting á að landið sé stjórnlaust.(visir.is)

Þorsteinn hefur mikið til síns máls þegar hann segir,að umrædd lög séu marklaus.Auðvitað er út í hött að greiða atkvæði um lög sem eru orðin úrelt. Annað tilboð liggur á borðinu oig það er hagstæðara.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Málið liggur öðruvísi fyrir mér stjórnvöld höfðu ekki umboð til þess að semja um annan samning fyrir en þjóðin var búinn að segja NEI við ríkisábyrgð á þessu. Valdið er komið í hendurnar á þjóðinni með málskotsréttinum. Þessi tilraun stjórnvalda eru í mesta lagi meðaumkunarverð svo ekki sé meira sagt. Stjórnvöld hafa látið sem okkar réttur til að kjósa um að við veitum ríkisábyrgð frá fyrsta degi eftir að forseti setti þetta til þjóðarinnar væri marklaus. Stjórnvöld hafa reynt hvað þau geta til að koma í veg fyrir að fólkið fái að hafna þessari ríkisábyrgð með ýmsum aðferðum. Stjórnvöld eru réttlaus í þessu máli og hafa ekki umboð þjóðarinnar til að semja um þetta mál ekki frekar en hollendingar hafa umboð sinnar þjóðar. Munurinn á ríkistjórn okkar og hollensku er sú að þeir bera virðingu fyrir lýðræðiðnu og það að þeir meiga ekki semja þar sem þeir hafa ekki fulltingi þjóðar sinnar. Það er líka furðulegt að horfa upp á fólk hreinlega segja blákalt að þetta sé ekki til neins að kjósa. Þetta sama fólk ætti nú að spyrja konur í miðausturlöndum hið sama og kanski lika svarta menn í Ameríku. Fóllk um allan heim hefur látið lífið til þess að afkomendur þeirra hafi þennan rétt. Þessi tilraun að fullveldi þjóðarinnar er til háborinnar skammar og það þyrfti einfaldlega að gera eitthvað í málinu.

Elís Már Kjartansson, 27.2.2010 kl. 12:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband