Svavar Gestsson hættur sem sendiherra

Svavar Gestsson  var sendiherra  í Kaupmannahöfn til áramóta.Það kemur fram í Fréttablaðinu í dag,að hann hafi  hætt sem sendiherra um áramót.

Svavar var formaður Alþýðubandalagsins og ráðherra,áberandi í íslenskum stjórnmálum um skeið.Ef hann hefði haldið áfram hefði hann sennilega skipað sér í raðir VG eins og dóttir hans,Svandís.Forustumenn  Alþýðubandalagsins og Sósialistaflokksins töluðu mikið um nauðsyn sameiningar verkalýðsflokkanna, Alþýðuflokksins og Alþýðubandalagsins ( Sósialistaflokksins).En sameiningin stóð í þeim,þegar til kastanna kom.Fylgismenn Alþýðubandalagsins greindust í tvo flokka,Samfylkingu og VG. Fremur en að þurfa að velja á milli valdi Svavar léttu leiðina og gerðist sendiherra.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband