Laugardagur, 27. febrúar 2010
Hættir Guðjón sem formaður Frjálslynda flokksins
Landsþing Frjálslynda flokksins fer fram um miðjan næsta mánuð. Þar verður ný forysta flokksins kjörin. Yfirlýsingar er að vænta frá Guðjóni Arnari Kristjánssyni um hvort hann muni sækjast áfram eftir formannssætinu. Frá þessu er greint í tilkynningu frá flokknum.
Landsþingið verður haldið dagana 19. til 20. mars á Hótel Cabin í Reykjavík. Ljóst er að Hanna Birna Jóhannsdóttir mun ekki sækjast eftir embætti ritara og Helgi Helgason mun ekki gefa kost á sér sem formaður fjármálaráðs.
Frjálslyndi flokkurinn hefur verið án varaformanns eftir að Ásgerður Jóna Flosadóttir sagði af sér embætti níu dögum eftir að hún var kjörin varaformaður á landsþingi flokksins í mars í fyrra.(visir.is)
Líklegt er að Guðjón Arnar hætti sem formaður og nýr maður taki við. Guðjón hefur lengi verið formaður flokksins. Miklir erfiðleikar hafa verið í starfi flokksins að undanförnu.Flokkurinn missti alla sína þingmenn í síðustu kosningum og síðar hefur heyrst lítið í flokknum.Innbyrðis átök hafa farið verst með flokkinn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:12 | Facebook
Athugasemdir
Er Frjálslyndi flokkurinn ekki andvana. Hann aðal baráttumál, kvótakerfið komið í hendur stjórnarflokkanna og hvað erþað eftir til að berjast fyrir. Sigurjón Þórðarson hendir ónotum í fólk annað slagið, en málfnaleg umræða er honum algjörlega um megn. Ólafur F hefur séð um niðurlagningu flokksins í Reykjavík. Það er kannski helst fyrir vestan semein og ein sál er eftir. Ólína Þorvarðardóttir hefur tekið kvótamálin í sínar hendur af mikill röggsemi og Vestfyrðingar búnir að fá þar öflunann talsmann. Margir trúa þar ennþá á Einar K G og gera það trúlega áfram. Frjálslyndir eru að mínum dómi komnir á endastöð og besta væri að viðurkenna þá staðreynd á þessum fundi. En það er þeirra að ákveða.
Hólmfríður Bjarnadóttir, 27.2.2010 kl. 15:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.