Laugardagur, 27. febrúar 2010
Áróðssnakk stjórnmálamanna eða vilji
Stjórnmálamenn tala mikið um það þessa dagana,að halda verði útrásarvíkingum frá rekstri fyrirtækja.Þeir gagnrýna bankana fyrir að gefa fyrri eigendum þrotafyrirtækja tækifæri til að koma að endurreisn þeirra.Það síðasta,sem hefur heyrst í þessu efni er að setja verði einhver siðferðisviðmið,sem fyrri eigendur fyrirtækja verði að uppfylla ætli þeir að halda áfram rekstri fyrirtækja.
Þetta hljómar vel. En stundum hefur maður á tilfinningunni að hér sé fyrst og fremst um áróðurssnakk að ræða,þar eð því er ekki fylgt eftir með lagasetningu á alþingi.Bankarnir hafa sett sér reglur um afskriftir skulda fyrirtækja og um meðferð skuldanna að öðru leyti. En bankarnir eru nú orðnir einkabankar nema Landsbankinn sem er að mestu í eign ríkisins. Ríkið hefur því ekki boðvald yfir Íslandsbanka og Arion.Stjórnmálamenn geta því ekki gefið einkabönkunum nein fyrirmæli.Yfirlýsingar stjórnmálamanna um að einkabankarnir eigi að haga sér svona og svona gagnvart fyrirtækjum vigta því lítið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:49 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.