Sunnudagur, 28. febrúar 2010
Verðbætur skerða lífeyri aldraðra hjá TR!
Á aðalfundi Félags eldri borgara í Reykjavík,sem haldinn var fyrir rúmri viku var eftirfarandi samþykkt:
Aðalfundurinn efar lögmæti þess að telja verðbætur vegna hárrar verðbólgu sem fjármagnstekjur og láta koma til skerðingar á lífeyri TR. Auk þess raskar þessi fáheyrða ráðstöfun öllum tekjuáætlunum eldri borgara,sem kallar á stóraukna skriffinnsku í kerfinu og eykur hættuna á því of- og vangreiðsluflóði,sem einkennt hefur starf TR á undanförnum árum.
Hér er hreyft mikilvægu hagsmunamáli eldri borgara.Skerðing lífeyris aldraðra frá almannatryggingum hefur verið stóraukin.Eldri borgurum er refsað fyrir að eiga nokkrar krónur á sparisjóðsbók.Frítekjumarkið er hlægilega lágt og skiptir engu máli.En það er ekki nóg,að lífeyrir sé skertur vegna höfuðstólsins heldur er hann einnig skertur vegna verðbóta.Skerðing lífeyris eldri borgara hjá TR jókst um 4 milljarða sl. ár eða reyndust 4 milljörðum hærri en áður hafði verið áætlað.Samt var lífeyrir aldraðra og öryrkja einnig skorinn niður 1.,julí sl. um 4 milljarða.Þetta er aðför að kjörum eldri borgara og öryrkja.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Hvernig er það Björgvin þegar vextir halada ekki í við verðbólgu, skerða þeyr samt bæturnar, ég er hættur að skilja þetta hjá þeym.
Bláskjár.
Eyjólfur G Svavarsson, 28.2.2010 kl. 12:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.