11000 hafa kosið utan kjörfundar

Ríflega ellefu þúsund mann höfðu kosið utankjörfundar í þjóðaratkvæðagreiðslunni um Icesave-lögin síðdegis. Hægt verður að kjósa til klukkan tíu í kvöld.

Undirbúningur fyrir kosningarnar er kominn á fullan skrið og í Reykjavík gera menn ráð fyrir að uppsetningu kjörklefa ljúki ekki fyrr en seint í nótt. Síðustu kjörstaðirnir voru ekki aðgengilegir fyrr en eftir klukkan fimm í dag svo handtökin þurfa að vera snör. Kjörstaðir opna almennt klukkan níu í fyrramálið. Í Laugardalshöll er atkvæðagreiðsla utan kjörfundar hins vegar löngu hafin og þar hefur verið biðröð í allan dag. Um þúsund kjósendur af þeim 230 þúsund sem eru á kjörskrá lögðu leið sína þangað í dag.

Tólf umboðsmenn hafa eftirlit með talningunni á morgun, tveir í hverju kjördæmi, einn fyrir hvort sjónarmið. Gert er ráð fyrir að fyrstu tölur verði birtar klukkan tíu annað kvöld. Þá verður aukafréttatími í sjónvarpinu sem einnig verður sendur út á samtengdum rásum í útvarpi. Auk þess verða nýjar tölur birtar jafnóðum á vef Ríkisútvarpsins.(ruv,is)

Þessi þjóðaratkvæðagreiðsla er mjög sérstæð.Margir telja,að hún hafi einkum táknrænt gildi. All vega hefur hún lítið gildi í raun þar eð hún fjallar um mál,sem  í raun er afgreitt. Ríkisstjórnin hefur þegar ítt því út af borðinu.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband