Segir afstöðu Jóhönnu og Steingríms rökrétta

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra segist ekki ætla að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni á morgun og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra segist ekki hafa gert upp hug sinn.

Gunnar Helgi Kristinsson, prófessor í stjórnmálafræði, segir afstöðu þeirra rökrétta að sumu leyti. Jóhanna hafi sagt að betri samningur sé í spilunum og þá sé það kannski rökrétt að segja að atkvæðagreiðslan snúist ekki um neitt. Hægt sé að fella lögin, en enginn eða sárafáir kjósi með samningi sem er verri en sá sem við gætum fengið núna. Stjórnin lendir í einkennilegri aðstöðu, segir Gunnar Helgi, hún vill ekki hætta við þjóðaratkvæðagreiðsluna þótt hún telji að hún hafi kannski ekki mikla merkingu. Hann segir þjóðina treysta á það að lögin verði felld í atkvæðagreiðslunni á morgun, kjörsóknin skipti höfuðmáli. Ef mjög margir mæti á kjörstað verði það túlkað sem mikill einhugur um harðlínuafstöðu í Icesave-málinu. Mæti fáir, eða margir skila auðu, verði það túlkað sem meiri efasemdir meðal kjósenda og meira skiptur kjósendahópur.

Gunnar Helgi vill ekki meina að líf ríkisstjórnarinnar sé undir atkvæðagreiðslunni komið. Hún hafi náð að losa sig úr þeirri gildru. Málið hefði getað orðið banabiti hennar ef hún hefði lýst yfir afstöðu fyrir atkvæðagreiðsluna sem yrði kolfelld.

Viðræður við Breta og Hollendinga í Icesave-deilunni halda áfram eftir helgina. Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra sagði í Kastljósi í Sjónvarpinu í kvöld að hann hefði fengið svar frá breska fjármálaráðherranum og þeim hollenska þar sem fram hafi komið að þeir vildu að haldið yrði áfram eftir helgi. Steingrímur óskaði eftir því við þá með bréfi í gær.(ruv,is)

Ég er sammála Gunnari Helga. Afstaða Jóhönnu oig Steingríms er alveg rökrétt.Það er ekki um neitt að kjósa í þjóðaratkvæðagreiðslunni og þess vegna er hún alger markleysa.

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband