Laugardagur, 6. mars 2010
Sjálfstæðisflokkurinn ber stærstu sökina á bankahruninu
Sjálfstæðisflokkurinnn hafði forustu fyrir einkavæðingu bankanna.Framsókn studdi hana dyggilega.Þau mistök voru gerð við einkavæðinguna,að bankarnir voru fengnir í hendur aðilum sem ekki kunnu til bankareksturs.Og í stað þess að hafa dreifða eignaraðild fengu vinir Sjálfstæðisflokksins að kaupa stóran hlut í Landsbankanum en vinir Framsóknar fengu Búnaðarbankann. Þessir einkavinir þáverandi stjórnarflokka breyttu bönkunum í braskstofnanir,þ.e. bankarnir voru látnir fjárfesta út um allan heim og taka óheyrilega mikil erlend lán til þess að fjármagna þetta brask.Þegar hin alþjóðlega bankakreppa skall á gátu íslensku bankarnir ekki greitt brasklánin og hrundu.Ef bankarnir hefðu verið áfram ríkisbankar og sinnt atvinnuvegunum innan lands eins og þeir höfðu gert, hefðu þeir staðist hina alþjóðkegu bankakreppu og ekkert hrun hefði orðið hér á landi.
Sjálfstæðisflokkurinn boðaði einnig frjálshyggju í atvinnulífinu,Afskipti og eftirlit hins opinbera átti að vera sem minnst.Þess vegna var eftirlit Fjármálaeftirlits og Seðlabanka með atvinnulífinu ekkert.Þessar eftirlitsstofnanir horfðu aðgerðarlausar á skefjalausar erlendar lántökur viðskiptabankanna. Seðlabankinn hafði vald til þess að stöðva þær. Hann gat einnig aukið bindiskylduna. En Seðlabankinn gerði hvorugt.Hann horfði aðgerðarlaus á viðskiptabankanna bólgna út og taka æ meiri erlend lán. Fjármálaeftirlitið sat einnig með hendur í skauti. Það samrýmdist ekki frjálshyggjunni að hafa afskipti af bönkunum.Því fór sem fór. Stjórnvöld eru einnig sek um aðgerðarleysi.
Sjálfstæðisflokkurinn ber sér á brjóst í dag eins og hann sé saklaus af bankahruninu. En sá flokkur ber stærstu sökina.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:42 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.