Á annað þúsund mótmæltu á Austurvelli

Á annað þúsund manns fóru í kröfugöngu niður Laugaveginn með mótmælaspjöld í dag og tóku sér stöðu á Austurvelli. Fólkið mótmælir meðal annars Icesave.

Þá tóku félagar í Attac Norge sér stöðu fyrir framan sendiráð Íslands í Ósló í hádeginu til að styðja þá Íslendinga sem kjósa nei í þjóðaratkvæðagreiðslu um Icesave. Þeir héldu á borða sem  á stóð: Kjósum gegn skuldaþrælkun! AGS frá Íslandi! Atkvæðagreiðslan um Icesave vekur mikla athygli víða um heim og er efsta frétt að vefsíðu Breska ríkisútvarpsins, (ruv.is)

Þetta eru fjölmennustu mótmæli gegn Icesave á þessum ári. Búast má við að þessi mótmæli haldi áfram í Reykjavík.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur I.

Mótmælagangan var líka gegn ESB, alveg eins og almenningur í Grikklandi brennir nú blágulstjörnufána ESB apparatsins fyrir svikinn og vesældóminn og hvernig apparatið vill helst knésetja þessa fornfrægu menningarþjóð Grikki sem glöptust inní ESB, en sjá nú eftir því en það er enginn leið útúr svona sorahelli !

Gunnlaugur I., 6.3.2010 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband