Laugardagur, 6. mars 2010
Minni kjörsókn en í þingkosningum
Sveinn Sveinsson, formaður kjörstjórnar Reykjavíkurkjördæmis suður, segir að svo virðist sem veðrið geri það að verkum að fólk fari seinna af stað til að kjósa.
Klukkan tvö höfðu um það bil 20% þeirra sem eru á kjörskrá í Reykjavík kosið. Í suðvesturkjördæmi höfðu tæp 32% kosið klukkan þrjú sem er aðeins minna en í alþingiskosningunum fyrra. Sömu sögu er að segja um Suðurkjördæmi, þar sem tæp 32% höfðu kosið klukkan þrjú. Kjördæmið er víðfeðmt og er áformað að fljúga með atkvæði frá Höfn og Vestmannaeyjum í kvöld ef veður leyfir. Takist það ekki mun það tefja talningu atkvæða verulega.
Í norðvestur kjördæmi hefur kjörsókn verið ágæt. Kosningu er lokið í Árneshreppi á Ströndum og hún er langt komin í Hvalfjarðarsveit. Upphaflega stóð til að atkvæði frá Vesturbyggð yrðu talið á Patreksfirði en hætt hefur verið við það. Þau verða talin í Borgarnesi. Ríkharður Másson, formaður kjörstjórnar í Norðvesturkjördæmi, segir að bæjarstjórinn á Patreksfirði hafi talið að hægt yrði að keyra með atkvæðin í Borgarnes. Talið verði á Ísafirði þar sem aftakaveður sé á Steingrímsheiði.
Engar upplýsingar hafa fengist um kjörsókn í Norðausturkjördæmi
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.