Sunnudagur, 7. mars 2010
Stjórnin mun sitja
Jóhanna Sigurðardóttir tók undir orð Steingríms og svaraði aðspurð að niðurstaðan væri ekki áfall miðað við stöðu mála þar sem betri samningur lá fyrir.
Þá sagði Steingrímur að kjörsóknin hefði verið bágborin en sjálfur kaus hann ekki líkt og Jóhanna.
90 prósent þjóðarinnar hafnaði samningnum samkvæmt fyrstu tölum. Já sögðu 1,6 prósent en þau atkvæði námu rétt rúmlega þúsund við fyrstu talningu.(visir.,is)
Ég er ánægður að heyra,að engan bilbug er að finna á leiðtogum ríkisstjórnarinnar. Hún mun sitja áfram og vinna að lausn mála. Við þurfum síst á stjórnarkreppu að halda.Svo virðist sem sumir haldi,að kosningarnar um Icesave hafi staðið um líf ríkisstjórnarinnar. En svo var ekki. Við viljum ekki fá þá flokka aftur til valda,sem ollu bankahruninu,þ.e. íhald og Framsókn. Það er best að þeir flokkar hvíli sig,
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.