Sunnudagur, 7. mars 2010
Margir telja,að stjórnin muni falla
Margir stjórnmálafræðingar hafa komið fram og spáð fyrir um örlög ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur.Sumir telja,að stjórnin muni falla á næstunni vegna ágreinings innan VG.Hversu líklegt er það? Ljóst er að VG verður að þétta raðirnar ef stjórnin á að standa.Nokkrir þingmanna VG eru óánægðir með Icesave málið. En ef stjórnin á að standa verða allir þingmenn VG að standa með forustunni í Icesave málinu. Það er ekkert að treysta á stjórnarandstöðuna í því máli.Óánægðir þingmenn VG standa því frammi fyrir tveimur kostum:Að styðja forustuna í Icesave málinu eða að láta stjórnina fara frá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:22 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.