Sölu Milestone á Lyf og heilsu rift

Flest bendir til að skiptastjóri Milestone muni rifta sölunni á Lyf og heilsu til félags í eigu Wernersbræðra. Ekkert fé kom inn í Milestone vegna sölunnar.

Aurláki, eignarhaldsfélag í eigu Wernersbræðra, keypti Lyf og heilsu verslanirnar út úr Milestone fyrir tæpan 3 og hálfan milljarð króna. Um tveir og hálfur milljarðar af kaupverðinu fóru í yfirtöku skulda en milljarðurinn sem eftir var átti félag bræðranna að greiða Milestone. Ekkert fé kom hins vegar inn í félagið heldur var krafan á endanum greidd með skuldajöfnun við annað félag í eigu þeirra bræðra.

Samkvæmt heimildum fréttastofu eru meiri líkur en minni að skiptastjóri Milestone muni höfða rifturnarmál á þeim grundvelli að við söluna hefðu átt að koma beinharðir peningar inn í félagið en ekki koma til skuldajöfnunar. Kröfuhafafundur verður haldinn þann 15. mars en þá mun skiptastjóri tilkynna hvaða riftunarmál verða höfðuð.
(visir.is)

Hér hefur verið um algeran málamyndagerning að ræða. Wernersbræður seldu sjálfum sér Lyf og heilsu. En engir peningar komu í kassann hjá Milesdtone við söluna.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband