Þriðjudagur, 9. mars 2010
Er eining hjá VG?
TVeir forustumenn VG komu fram í fjölmiðlum í gær,þau Guðfríður Lilja formaður þingflokks VG og Ögmundur Jónassson fyrrverandi ráðherra flokksins og sögðu að full samstaða væri í þingflokknum um að styðja ríkisstjórnina.Þessar yfirlýsingar koma nokkuð á óvart,einkum eftir árás Lilju Mósesdóttur á Steingrím formann en sú árás var harkaleg en ef til vill hefur sú árás aðeins verið til " heimabrúks" þ.e. ætluð einhverjum hörðum fylgismönnum Lilju. Það mun reyna á hollustu VG við ríkisstjórnina í Icesave málinu.Ekkert er að treysta á stjórnarandstöðuna í því máli.Þingmenn stjórnarflokkanna verða að standa með ríkisstjórninni í því máli, ef það á að komast gegnum þingið.Ef þingmenn VG standa ekki með ríkisstjórninni í lausn á Icesave þá er ríkisstjórnin fallin.Svo einfalt er það. Það verður ekki bæði sleppt og haldið.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:33 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.