Norðurlöndin sporna gegn skattaundanskotum til Bahamaeyja

Upplýsingaskiptasamningur Norðurlandanna við Bahamaeyjar, sem undirritaður var í dag, á að sporna gegn skattaundanskotum til Bahamaeyja. Samningurinn veitir norrænum skattayfirvöldum aðgang að upplýsingum um skattskyldar innstæður og tekjur og mögulegan aðgang að tekjum og fjármagni, sem ekki hefur verið gefið upp til skatts í heimalandinu. Samningurinn er liður í norrænu samstarfi um að stöðva skattaundanskot og var undirritaður við athöfn í sendiráði Danmerkur í París í dag.

Verkefninu hefur verið vel tekið hjá OECD og styrkt stöðu Norðurlanda á alþjóðavettvangi. Frá því samningaviðræður hófust vorið 2007 hafa norrænu ríkin gert upplýsingaskiptasamninga við Arúba, Andorra, Bahamaeyjar, Bermúdaeyjar, Guernsey, Mön, Jersey, Antillaeyjar, Cayman-eyjar, Bresku Jómfrúreyjarnar, Anguilla, Turcs- og Caicoseyjar, Gíbraltar, Cookeyjar, Samóeyjar og San Marínó. Danir hafa auk þess samið við yfirvöld á St. Lucia, St. Vincent og Grenadin, St. Kitts og Nevis auk Antigua og á Barbuda.(ruv.is)

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband