Sáttanefnd um kvótakerfi á villigötum

Formaður sáttanefndar um kvótakerfið,Guðbjartur Hannesson og Ólína Þorvarðardóttir skrifa grein í Skutul og Fréttablaðið um störf nefndarinnar.Þetta er mjög furðuleg grein og bendir til þess að nefndin sé á algerum villigötum í starfi sínu og alls ekki að vinna í samræmi við ákvæði  stjórnarsáttmálans um fyrningu aflaheimilda   á 20 árum.Í greininni er talað út og suður um málið og m.a. sagt,að ekki eigi að taka aflaheimildirnar af  úgerðarmönnum.M.a. er  gefið  í skyn að til greina komi að leigja útgerðarmönnum aflaheimildir til margra ára í senn.Ef það er ætlunin væri það  afturför frá núverandi kerfi,þar eð í dag fá útgerðarmenn aldrei aflaheimildirnar til afnota lengur en til 1 árs í senn. Svokölluð  sáttanefnd hefur ekkert leyfi til þess að ráðskast með aflaheimildirnar á annan hátt en segir í stjórnarsáttmálanum.Fyrningarleiðin er skýr og klár þar. Ef frá henni er hvikað eru  það svik við kjósendur. Þetta mál verður ekki leyst með orðaleikjum.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband