Fimmtudagur, 11. mars 2010
ASÍ vill aðgerðir stjórnvalda gegn atvinnuleysinu strax
Atvinnuleysi mælist nú 9,3% og hefur aldrei mælst meira. Ingibjörg segir að ASÍ hafi varað við vaxandi atvinnuleysi ef ekki yrði gripið til aðgerða. Töluvert af fyrirtækjum hafi beðið eftir ráðstöfunum en nú sé svo komið að þær hafi dregist svo mikið að ástandið verði sífellt alvarlega. Ingibjörg segir að nú hljóti að vera komið að því að ríkisstjórnin og Alþingi vindi sér í atvinnumálin, burtséð frá Icesave. Finna verði mannaflafrek verkefni sem koma má af stað í hvelli málið geti ekki beðið.(ruv.is)
Ég tek undir orð varaforseta ASÍ.Aðgerðir þola enga bið. Ríkisstjórnin hefur ekki verið nægilega rösk í aðgerðum gegn atvinnuleysinu.Það þarf að verða breyting í því efni strax.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.