Fimmtudagur, 11. mars 2010
Álfheiður: Engin uppstokkun á ríkisstjórninni í bráð
Álfheiður Ingadóttir, heilbrigðisráðherra, segir að engin uppstokkun sé fyrirhuguð á ríkisstjórninni á næstunni. Í stjórnarsáttmálanum sé hins vegar gert ráð fyrir að ráðuneytum verði fækkað um mitt kjörtímabil. Í sumar eða um næstu áramót gæti verið komið að næsta skrefi í þeim efnum. Álfheiður var gestur Morgunútvarpsins í morgun.(ruv.is)
Ummæli Álfheiðar benda til þess,að órólega deildin í VG hafi verið of fljót á sér að lýsa því yfir,að Ögmundur mundi fara inn í stjórnina strax eftir páska.Ljóst er,að Álfheiður er ekki tilbúin að víkja strax,sennilega ekki fyrr en um áramót.Að vísu hefur verið minnst á,að fleiri gætu vikið fyrir Ögmundi,.t.d. Jón Bjarnason eða utanþingsráðherrar.Við sjáum hvað setur.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.