Jákvæðari afstaða Norðmanna til Íslendinga

Breyting hefur orðið á afstöðu norsku ríkisstjórnarinnar vegna lána til Íslendina. Jonas Gahr Störe utanríkisráðherra Noregs, segir að Norðmenn setji það ekki lengur sem skilyrði fyrir láni að Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hafi endurskoðað endureisnaráætlunina fyrir Ísland.

Störe sagði við norska blaðið Aftenposten, fyrir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í dag, að nóg sé að íslenska ríkisstjórnin lýsi því yfir að hún fylgi áætlun Gjaldeyrissjóðsins.

Til þessa hefur endurskoðun áætlunar AGS verið háð lausn á Icesave-deilunni og lán frá Norðmönnum þannig óbeint háð deilunni. Innan norsku stjórnarflokkanna hefur verið vaxandi andstaða við þessa túlkun. Verkamannaflokksmenn, þar sem Störe er meðal helstu áhrifamanna, hefur þó viljað að Norðurlönd væru samstiga í afgreiðslu lána til Íslendinga. Núna hefur hann mildast í afstöðu sinni.(ruv.is)

 

Það er fagnaðarefni,að Norðmenn skuli hafa breytt afstöðu sinni til Íslands. Væntanlega mun þetta þýða það að Norðmenn greiði út lán til Íslands án tillits til AGS og lausnar Icesace deilu.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband