Föstudagur, 12. mars 2010
Mikið sparifé í íslenskum bönkum
Sparifé hefur aukist jafnt og þétt síðustu árin og frá mars 2007 til desember 2009 tvöfaldaðist það. Um áramótin voru tæplega sextánhundruð milljarðar á ýmis konar reikningum, samkvæmt upplýsingum frá Seðlabankanum.
Tæplega 710 milljarðar eru í bundnum innlánum og af því um 187 milljarðar í peningamarkaðssjóðum. Þeir rýrnuðu mjög við bankahrunið, fóru úr 236 milljörðum í september 2008 í 99 í október sama ár. Engu að síður er hærri upphæð í þeim sjóðum nú en var í febrúar 2008.
Á verðtryggðum reikningum eiga landsmenn 219 milljarða og um 74 á innlánsreikningum vegna viðbótar-lífeyrissparnaðar, svo dæmi séu tekin.
Almennt sparifé landsmanna reiknast rúmlega 380 milljarðar króna. Um 238 milljarðar eru óbundnir og 142 milljarðar á innlendum gjaldeyrisreikningum.
Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir ástandið í raun dæmigert fyrir hagkerfi þar sem verðhjöðnun ríkir. Það má lýsa því þannig að þeir sem eiga peninga vilja sennilega halda öllum möguleikum opnum og á meðan þeir gera það, og nota ekki peningana til fjárfestingar og neyslu, þá hlaðast þeir upp á bankabókinni."
Friðrik segir þetta líka endur-spegla hve fáa kosti fólk hefur til að ávaxta sitt pund. Í raun sé aðeins um innlánsreikninga og ríkisskuldabréf að ræða. Flestir halda að sér höndum og eru hræddir við að fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja, að ég tali nú ekki um hlutabréf. Markaðurinn er náttúrulega ekki svipur hjá sjón. Þetta eru því annars vegar bankarnir og hins vegar ríkisskuldabréfin."
Þá séu vextir á ríkisskuldabréfum ekki það háir, þannig að fólk haldi peningunum á innlánsreikningum. Það eigi einnig við um fyrirtæki. Þá megi ekki gleyma því að hluti upphæðar sem áður var í jöklabréfum, í eigu erlendra aðila, sé inni í þessari tölu.
Friðrik segir að kannanir Seðlabankans bendi til að flest heimili séu ágætlega stödd. Atvinnuleysi hafi vissulega aukist og greiðsluvandræði einnig, en flestir séu þokkalega staddir.(visir.is)
Tæplega 710 milljarðar eru í bundnum innlánum og af því um 187 milljarðar í peningamarkaðssjóðum. Þeir rýrnuðu mjög við bankahrunið, fóru úr 236 milljörðum í september 2008 í 99 í október sama ár. Engu að síður er hærri upphæð í þeim sjóðum nú en var í febrúar 2008.
Á verðtryggðum reikningum eiga landsmenn 219 milljarða og um 74 á innlánsreikningum vegna viðbótar-lífeyrissparnaðar, svo dæmi séu tekin.
Almennt sparifé landsmanna reiknast rúmlega 380 milljarðar króna. Um 238 milljarðar eru óbundnir og 142 milljarðar á innlendum gjaldeyrisreikningum.
Friðrik Már Baldursson, forseti viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík, segir ástandið í raun dæmigert fyrir hagkerfi þar sem verðhjöðnun ríkir. Það má lýsa því þannig að þeir sem eiga peninga vilja sennilega halda öllum möguleikum opnum og á meðan þeir gera það, og nota ekki peningana til fjárfestingar og neyslu, þá hlaðast þeir upp á bankabókinni."
Friðrik segir þetta líka endur-spegla hve fáa kosti fólk hefur til að ávaxta sitt pund. Í raun sé aðeins um innlánsreikninga og ríkisskuldabréf að ræða. Flestir halda að sér höndum og eru hræddir við að fjárfesta í skuldabréfum fyrirtækja, að ég tali nú ekki um hlutabréf. Markaðurinn er náttúrulega ekki svipur hjá sjón. Þetta eru því annars vegar bankarnir og hins vegar ríkisskuldabréfin."
Þá séu vextir á ríkisskuldabréfum ekki það háir, þannig að fólk haldi peningunum á innlánsreikningum. Það eigi einnig við um fyrirtæki. Þá megi ekki gleyma því að hluti upphæðar sem áður var í jöklabréfum, í eigu erlendra aðila, sé inni í þessari tölu.
Friðrik segir að kannanir Seðlabankans bendi til að flest heimili séu ágætlega stödd. Atvinnuleysi hafi vissulega aukist og greiðsluvandræði einnig, en flestir séu þokkalega staddir.(visir.is)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 08:55 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.