Föstudagur, 12. mars 2010
Samningaviðræður um Icesave eftir helgi
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, vonast til þess að nýjar samningaviðræður við Hollendinga og Breta um Icesave málið hefjist eftir helgi. Hann segir ráðamenn í löndunum reiðbúna til að hefja viðræður. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi eftir fund utanríkisráðherra Norðurlandanna í Kaupmannahöfn í gær, að fram kemur á vef Reuters.
Fyrsta mál á dagskrá fundarins var Icesave deilan. Þar kom skýrt fram að Norðurlöndin eru reiðubúin til þess að hjálpa Íslandi út úr efnahagskreppunni. Skilyrðin eru þó þau að Ísland nái samkomulagi um Icesave skuldina.
Áður en fundurinn hófst átti Össur fund með Lene Espersen, utanríkisráðherra Danmerkur. Við viljum hjálpa Íslandi að koma hjólum efnahagslífsins af stað að nýju. Þannig að Ísland fær nýtt upphaf," sagði Lene í samtali við Ritzau fréttastofuna.(visir.is)
Svo virðist sem sjónarmið Norðurlandanna varðandi aðstoð við Ísland hafi verið mjög mismunandi á fundinum. Norðmenn voru jákvæðastir í garð Íslands.Utanríkisráðherra Noregs vill veita Íslandi lán án þess að binda það skilyrðum um að AGS afgreiði sitt lán samtímis.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.