Föstudagur, 12. mars 2010
Engar breytingar á ríkisstjórn á næstu vikum
Það verða engar breytingar á ríkisstjórninni á næstu vikum segir Steingrímur J.Sigfússon fjármálaráðherra og formaður VG.Álfheiður Ingadóttir sagði í gær,að það yrðu engar breytingar fyrr en um næstu áramót.Svo virðist því sem órólega deildin í VG hafi verið heldur fljót á sér þegar hún sagði við Fréttablaðið,að Ögmundur Jónasson yrði ráðherra strax eftir páska.Það hefur ekkert verið ákveðið í því efni. Steingrímur J. sagði í morgun,að breytingar á ríkisstjórn yrðu ekki ákveðnar í fjölmiðlum.
Sjálfsagt kemst Ögmundur aftur í stjórnina á réttum tíma.En hann verður að sýna þolinmæði.Hann kemst ekki inn á ný fyrr en í fyrsta lagi um áramót.Og Álfheiður er greinilega ekkert á því að rýma úr heilbrigðisráðuneytinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.