11000 störf töpuðust í hruninu

Hagvöxtur þarf að vera fimm prósent á næstu árum ef uppræta á atvinnuleysi, endur-heimta lífskjör og greiða niður skuldir ríkisins, er mat Vilhjálms Egilssonar, framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins (SA). Fyrir-liggjandi spár gera hins vegar ráð fyrir að hagvöxtur verði um tvö prósent. Ef ekki verður gripið til aðgerða stefnir í „áratug hinna glötuðu tækifæra", að hans mati.

SA stóðu fyrir fundi um atvinnumál í gær þar sem stefnumörkun samtakanna um endurheimt fyrra atvinnustigs og lífskjara hér á landi var kynnt. Setja verður atvinnusköpun í forgang, sérstaklega með fjárfestingum og vexti í útflutningsgreinum, sagði Vilhjálmur.

„Með þessu sköpum við störf við uppbygginguna sjálfa, aukum eftirspurn í hagkerfinu en ekki síst þá verða til framtíðarstörf sem eru varanleg," sagði Vilhjálmur. Hann nefndi fjárfestingar í ferðamannaiðnaði og „að stórfjárfestingar verði að ná fram að ganga". Þar vísaði hann til stækkunar á álveri í Straumsvík, byggingar álvers í Helguvík og virkjana. Þess utan verði lítil og meðalstór fyrir-tæki að byrja fjárfestingar enda séu þau mörg sem standi ósködduð eftir hrunið. Vextir verði í því ljósi að lækka, og það strax.

„Stjórnvöld verða að vinna með atvinnulífinu. Ekki draga það í dilka. Þau verða að starfa með stóriðjunni; með sjávarútvegi og litlu fyrirtækjunum, ferðaþjónustu, verslun og þjónustu. Þetta er lykilatriði en ekki að skilgreina fyrirtæki og atvinnugreinar sem vandamál", sagði Vilhjálmur.

Vilhjálmur sagði að markmiðið væri að auka útflutning um sjö til átta prósent á ári. Það gæfi 60 til 70 milljarða á ári í nýjum útflutningi til ársins 2015. Hann sagði að þetta markmið virtist fjarlægt en svo væri ekki. Hann sagði raunhæft að ná sjö milljörðum til viðbótar frá sjávarútvegi, tólf milljarðar frá ferðaþjónustu væru í hendi miðað við spár og bara stækkun í Straumsvík og bygging álvers í Helguvík myndi skila öðru eins í stóriðju. „Á sprotaþingi um daginn kom fram að átján hátæknifyrirtæki ætla að auka útflutning um átta milljarða á næsta ári. Öll önnur fyrirtæki þurfa þá að koma með aðra 22 milljarða. Þá næst takmark okkar."( visir.is*)

Það kom fram  á fundinum,að 11000 störf hefðu tapast í hruninu.Það er gott að atvinnulífið vilji fá´sama atvinnustig og áður  og sömu lífskjör. En það tekur tíma að ná því markmiði
.

Björgvin Guðmundsson.

 

 



« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband