Hrunið: Fá sökudólgarnir makleg málagjöld?

Nú styttust í að skýrsla rannsóknarnefndar alþingis  um hrunið  komi  út.Fróðlegt verður að sjá þá lesningu.Nefndin átti að rannsaka orsakir bankahrunsins og kanna hverjir bæru ábyrgð á því.Margir hafa verið yfirheyrðir og sjálfsagt mun sérstakur saksóknari taka mál einhverra til meðferðar.Almenningur er alveg klár á því hverjir bera ábyrgð á hruninu.Það eru eftirlitsaðilar,stjórnvöld,eigendur og stjórnendur bankanna.Bankarnir fóru óvarlega.Þeir stofnuðu til mikilla skulda erlendis til þess að fjármagna fjárfestingar og brask erlendis.Þegar hin alþjóðlega bankakreppa skall á gátu íslensku bankarnir ekki staðið i skilum og hrundu eins og spilaborg.Eigendur og stjórnendur bankanna bera .ábyrgð á þessum  óförum.Eftirlitsaðilar brugðust,Fjármálaeftirlit,Seðlabanki og stjórnvöld.

Við framkvæmd á braskstefnu bankanna hefur komið í ljós,að í mörgum tilvikum var farið á svig við lög og reglur.Vinum og aðilum tengdum bönkunum var lánað ógætilega og án fullnægjandi trygginga.Á þessum málum öllum þarf að taka.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband