Laugardagur, 13. mars 2010
Ríkisstjórnin boðar nýjar aðgerðir til lausnar skuldavanda heimila
Ríkisstjórnin boðaði í gær aðila vinnumarkaðarins á sinn fund þar sem hún fór yfir stöðu mála. Þar kom fram að ríkisstjórnin hyggst leggja fram frumvarp í næstu í viku sem taka á á vanda skuldsettra heimila auka skilvirkni þeirra úrræða sem eru í boði. Í frumvarpinu verður staða lántakenda gagnvart lánadrottnum bætt sem og þau réttarúrræði sem í boði eru. Þá verða kynnt sérstök úrræði til lausnar vanda bílalánþega.
Ganga þau út á að hluti bílalána verði afskrifaður. Fram kemur í Fréttablaðinu í dag að hugmyndin sé að ábyrgð lána verði aldrei hærri en 110% af verðmæti bifreiðarinnar. Samkvæmt heimildum fréttastofu leggur félagsmálaráðherra mikla áherslu á að ná þessu fram en á enn nokkuð langt í land. Þá eru uppi efasemdir um að eignaleigufyrirtækin þoli svo miklar afskriftir og verði þau knúin til þess gæti myndast skaðabótaskylda á hendur ríkinu.
Á fundinum í gær gagnrýndu aðilar vinnumarkaðarins ríkisstjórnina fyrir seinagagn í atvinnumálum. Óánægjan beindist til dæmis að því að ríkisstjórnin hafi ekki greitt götu stórframkvæmda eins og framkvæmda við álver í Straumsvík og Helguvík líkt og gert er ráð fyrir í stöðusáttmálanum. Eins lýstu nokkrir fundargesta furðu sinni á að ekki skuli hafa verið ráðist í gerð Vaðlaheiðaganga. Samkvæmt heimildum fréttastofu strandar sú framkvæmd á vilja vinstri-grænna til að setja framkvæmdina í hendur einkaaðila. (visir.is)
Gagnrýni á ríkisstjórnina hefur aukist mikið að undanförnu,einkum vegna þess,að menn telja ekki hafa verið gert nægilega mikið til þess að leysa skuldavanda heimilanna.Það vantar lækkun á höfuðstól skulda einstaklinga en ekki aðeins frestun eða lengingu skuldanna.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:41 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.