Sunnudagur, 14. mars 2010
Stendur ríkisstjórnin sig ekki nógu vel?
Miklar deilur hafa staðið um ríkisstjórnina að undanförnu,einkum vegna Icesave málsins en einnig vegna annarra mála,sem ríkisstjórnin hefur ekki haldið nógu vel á.Þegar ríkisstjórnin var mynduð bundu menn vonir viö,að hún myndi standa vörð um velferðarkerfið og gæta hagsmuna þeirra,sem verst væru staddir í þjóðfélaginu.En hefur hún gert það?Ekki nógu vel að mínu mati.Hún hefur skorið framlög til almannatrygginga of harkalega niður og m.a. ráðist á kjör aldraðra og öryrkja.Ríkiisstjórnin var ekki stofnuð til þess. Og hún gaf loforð um annað. Skuldavandi heimilanna er að verulegu leyti óleystur.Þau úrrræði,sem stofnað hefrur verið til hafa verið fólgin í því að lengja í lánum og íta lækkaðri greiðslubyrði aftur fyrir.Menn eru ekki ánægðir með það.Það þarf að lækka höfuðstól íbúðalána enda á svigrúm að vera til þess í bönkunum. Lánasafn gömlu bankanna var flutt úr gömlu bönkunum í nýju bankana með 50% niðurfærslu.Þessa eiga skuldarar að njóta að öllu leyti eða að hluta til. Ég er hins vegar nokkuð ánægður með aðgerðir ríkisstjórnarinnar í skattamálum.Þar er um jöfnunaraðgerðir að ræða. Talið er að ekki verði gengið lengra í skattahækkunum og því verði að skera meira niður. Því er ég ósammála.Það má ekki skera meira niður,a.m.k ekki í velferðarkerfinu og heilbrigðiskerfinu.Ekki gengur heldur að grípa til uppsagna hjá hinu opinbera. Það mundi aðeins auka atvinnuleysið. Ef þörf krefur verður að segja upp efnahagsáætluninni við AGS og breyta niðurskurðarplaninu.Ef ríkisstjórnin stendur ekki vörð um velferðarkerfið má hún fara frá.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.