Rannsóknarskýrslan í prentun

Byrjað er að prenta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Heimildir fréttastofu herma að skýrslan sé prentuð í Odda; þar gæti öryggisverðir frá Securitas þess að enginn komist í hana. Því sem prentað er sé jafnóðum komið fyrir í gámi á gólfi prentsmiðjunnar, honum læst og öryggisverðir vakti gáminn.

Rannsóknarnefndin leggur mikla áherslu á að ekkert fréttist um efni skýrslunnar. Hún átti upphaflega að koma út í nóvember og síðan 1. febrúar. Næst sögðust rannsóknarnefndarmenn vonast til að skýrslan kæmi út fyrir marsbyrjun. Það gekk ekki eftir. Í febrúarlok sagði formaður nefndarinnar að hún þyrfti tvær til þrjár vikur til að fara í gegnum andmælabréf sem henni höfðu borist(visir.is)

Búist er við að skýrslan komi út n.k. föstudag. Margir bíða hennar með eftirvæntingu. Þó eru margir svartsýnir á,að hún leiði mikið í ljós. Menn hafa meiri trú á sérstökum saksóknara.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband