Mánudagur, 15. mars 2010
Skuldir ríkisins 78% af landsframleiðslu
Heildarskuldir ríkissjóðs í árslok 2009 svöruðu til 78 prósent af vergri landsframleiðslu samkvæmt fréttatilkynningu sem fjármálaráðuneytið sendi frá sér.
Þar segir að skuldir ríkissjóðs í árslok 2009 hafi verið 1.176 þúsund milljarðar króna. Fyrir hrun var skuldastaða ríkisins 310 milljarðar.
Þá segir í tilkynningunni að samkvæmt langtímaáætlum í ríkisfjármálum, sem lögð var fyrir Alþingi síðasta haust, er gert ráð fyrir að
heildarafkoma ríkissjóðs verði í jafnvægi 2012 og að afkoman verði jákvæð 2013. Samkvæmt áætluninni munu skuldir fara lækkandi frá og með næsta ári.(visir.is)
Samkvæmt þessu er það fjarri lægi,að íslenska ríkið eigi á hættu að verða gjaldþrota á næstu árum eins og sumir erlendir sérfræðingar hafa gefið til kynna.Hins vegar tel ég,að íslenska ríkið eigi ekki að taka meiri erlend lán en þörf er á.Hér að framan er átt við brúttóskuldir,síðan koma ýmsar eignir á móti.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt 16.3.2010 kl. 10:27 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.