Landið allt verði eitt kjördæmi

Tuttugu og einn þingmaður úr öllum flokkum, utan Sjálfstæðisflokksins, hafa lagt fram frumvarp til stjórnskipunarlaga um að landið verði gert að einu kjördæmi. Fyrsti flutningsmaður er Björgvin G. Sigurðsson, formaður þingflokks Samfylkingarinnar. Mælt verður fyrir málinu á Alþingi á næstu dögum.

Það er viðhorf flutningsmanna frumvarpsins að nú sé komið að því að gera landið að einu kjördæmi og jafna þar með atkvæðarétt alla Íslendinga til fulls. Það kallar á breytingar á stjórnarskrá og vandlega vinnu í þinginu og utan þess. Því þarf að vanda til verka og gefa góðan tíma nú á fyrri hluta kjörtímabils.

Grundvallaratriðið er að með því að gera landið að einu kjördæmi og öll atkvæði kosningabærra landsmanna jafn þung er stigið stórt skref í mannréttindum á Íslandi. Engin haldbær rök eru fyrir því að vægi atkvæða sé misjafnt eftir búsetu fólks. Aðrar leiðir en kosningakerfið eru miklu eðlilegri til þess að bæta stöðu einstakra byggða til búsetu í þeim. Því telja flutningsmenn málsins tímabært og áríðandi að ráðast í þessar breytingar á stjórnarskrá landsins þannig að þær taki sem fyrst gildi.

Fyrst var flutt um það frumvarp á Alþingi um landið sem eitt
kjördæmi árið 1927 þegar Héðinn Valdimarsson flutti frumvarp þess efnis. Í greinargerð með frumvarpinu lýsti hann þeirri skoðun sinni að eftir mannréttindakenningum þeim sem þingræðið hvílir á ættu allir fullorðnir menn í landinu að hafa jafnrétti í þessum málum og muni óvíða í siðuðum löndum sveigt svo langt frá því marki sem hér á landi. Að mati Héðins var því reglan einn maður – eitt atkvæði hornsteinn lýðræðisins. Rúmum 70 árum síðar flutti Guðmundur Árni Stefánsson frumvarp sama efnis.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband