Laun verkafólks hækkuðu um 5,8% 2008-2009

Út er komið hefti Hagtíðinda í efnisflokknum Laun, tekjur og vinnumarkaður þar sem birtar eru niðurstöður vísitölu launa árið 2009. Í heftinu er fjallað um vísitölu launa og gerð grein fyrir þróun hennar á árinu 2009. Vísitala launa endurspeglar þróun reglulegra launa á íslenskum vinnumarkaði og er gefin út ársfjórðungslega. Birtar eru niðurstöður eftir atvinnugrein og starfsstétt á almennum vinnumarkaði en heildarvísitala opinberra starfsmanna.

Laun á almennum vinnumarkaði hækkuðu um 2,4% að meðaltali á milli áranna 2008 og 2009 samkvæmt vísitölu launa. Laun verkafólks hækkuðu mest á tímabilinu eða um 5,8% en laun stjórnenda lækkuðu um 2,3%. Á sama tímabili hækkuðu laun eftir atvinnugrein mest í iðnaði, um 4,5%, en lækkuðu um 0,4% í fjármálaþjónustu, lífeyrissjóðum og vátryggingum. Þá hækkuðu laun opinberra starfsmanna um 7,1% milli ára.(Heimasíða Hagstofu)

Hér er það staðfest,sem vitað var,að kaup launþega hefur verið að  hækka þó lítið sé (5,8% hjá verkafólki) en á sama tíma voru laun (lífeyrir) aldraðra og öryrkja lækkuð.Hér er um brot á lögum um málefni aldraðra að ræða,þar eð þar stendur að aldraðir eigi að njóta jafnréttis á við aðra þegna þjóðfélagsins.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband