Föstudagur, 19. mars 2010
Sérstök úrræði fyrir tekjulága
Ríkisstjórnin kynnti í vikunni umfangsmiklar aðgerðir vegna skuldavanda heimilanna. Meðal þess helsta sem nú er lagt til af hálfu ríkisstjórnarinnar er annars vegar stórbætt greiðsluaðlögunarfrumvarp, sem eftirleiðis verður félagslegt úrræði sem tryggir að fleiri munu hafa rétt á greiðsluaðlögun og verður nú eitt kerfi fyrir allar kröfur. Með þessu er samningsstaða lántakenda gagnvart sínum lánadrottnum bætt. Samhliða nýju greiðsluaðlögunarfrumvarpi verður sett á fót embætti umboðsmanns skuldara sem byggt verður á traustum grunni Ráðgjafarstofu um fjármál heimilanna. Umboðsmaðurinn verður talsmaður lántakenda gagnvart lánadrottnum og er ekki hlutlaus. Nýjungar sem bæta stöðu lántakenda eru þessar helstar: sérstök úrræði fyrir þá sem eru tekjulágir eða hafa orðið fyrir tímabundnu tekjufalli úrræði fyrir fólk með tvær eignir enn lægra hámark á dráttarvexti við nauðungarsölur verður markaðsvirði eigna dregið frá kröfu fólki gert kleift að búa í húsnæði í 12 mánuði þrátt fyrir nauðungarsölu/gjaldþrot hámarksfjárhæðir innheimtukostnaðar takmarkaðar enn frekar reglur um niðurfellingu skattkrafna endurskoðaðar hóflegar skuldbreytingar skattfrjálsar stórfelldar niðurfellingar skattlagðar
dregið úr vægi verðtryggingar
( Heimasíða Samfylkiungar)
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Þetta er allt saman gott og blessað en hvað á að gera fyrir millitekjufólkið sem getur enn borgað en með herkjum þó. Fólkið sem í raun heldur uppi velferðarkerfinu. Við sem erum í þessum hópi og höfum horft upp á verulega tekjuskerðinu og hækkun fjárskuldbindinga. Stendur ekki til að gera neitt fyrir þennan hóp. Ég er ansi hræddur um að ef við hættum að getað borgað eða hreinlega hættum þá sé þessi þjóð í vanda stödd.
Þessi ríkisstjórn er búin með sénsinn sinn.
Sigurður Sigurðsson (IP-tala skráð) 19.3.2010 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.