Föstudagur, 19. mars 2010
Viljum ekki Sjálfstæðisflokkinn til valda
Bjarni Benediktsson formaður Sjálfstæðisflokksins er borubrattur eftir skoðanakönnun Fréttablaðsins,sem sýnir fylgisaukningu Sjálfstæðisflokksins og fylgistap stjórnarflokkanna.Hann vill,að stjórnin fari frá..Það er mjög misjafnt hvað stjórnmálaleiðtogar taka mikið mark á skoðanakönnunum.Það fer eftir því hvað þeim hentar hverju sinni. Fyrir alþingiskosningarnar 2003 mældist Samfylkingin með 40% fylgi og fylgi Sjálfstæðisflokksins hrundi. Þáverandi formaður Sjálfstæðisflokksins og forsætisráðherra,Davíð Oddsson, gerði ekkert með þá könnun.Auðvitað hlaupa ríkisstjórnir ekki eftir einni skoðanakönnun.Það eru kosningar,sem gilda en ekki kannanir.
Við viljum ekki íhaldið til valda á ný. Íhaldið ber stærstu sökina á hruni bankanna og hruni efnahagslífsins.Við erum ekki búin að gleyma því.
Það eina mark,sem núverandi stjórn á að taka á skoðanakönnun Fréttablaðsins er að þjappa liði sínu saman og efna kosningaloforðin.Stjórnin þarf að innkalla kvótann sem fyrst.Hún þarf að skattleggja,það sem stolið var undan skatti í bönkunum,kyrrsetja eignir þeirra,sem brotið hafa lög við útrás og brask í tengslum við bankana (þar á meðal skattalagabrot) og hún verður að láta hendur standa fram úr ermum við atvinnuuppbyggingu til þess að útrýma atvinnuleysinu.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:54 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.