Gos hafið í Eyjafjallajökli

Gos er hafið í Eyjafjallajökli. Þetta staðfesti lögreglan á Selfossi við Vísi. Lögreglan segir að menn hafi orðið varir við öskufall í jöklinum um korter yfir tólf.

Lögreglan á Hvolsvelli segir að menn hafi orðið varir við öskufall í Fljótshlíðinni. Byrjað er að rýma bæi í Fljótshlíð og við Markarfljót. Lögreglan á Hvolsvelli segist litlar upplýsingar geti gefið að svo komnu. Varðstjóri lögreglunnar á Selfossi er kominn til Hvolsvallar til að aðstoða.

Vegfarandi, sem Vísir talaði við, og er staddur á Hvolsvelli segist sjá stöðugan straum úr Fljótshlið. (visir.is)

Mikil röskun hefur þegar orðið af völdum gossins.5-600 manns hafa orðið að rýma heimili  sín.Flug var fellt niður,bæði milli landa og innan lands.
.

 

Björgvin Guðmundsson


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband