Sunnudagur, 21. mars 2010
Samdráttur í útflutningi fisks frá Íslandi til Grimsby
Töluverður samdráttur í útflutningi íslenskra útgerða á ferskum fiski til Bretlands frá áramótum kemur nú við kaunin á fiskvinnslum í Grimsby. Blaðið Grimsby Telegraph greinir frá þessu og þar segir að höfuðorsökin liggi í 5% gjaldi á þennan útflutning sem Jón Bjarnason sjávarútvegsráðherra boðaði fyrr í vetur.
Martin Boyers forstjóri fiskibátahafnarinnar í Grimsby (Grimsby Fish Dock Enterprises)segir að mjög hafi dregið úr fiskflutningi frá Íslandi. Það varð dramtísk niðursveifla í þessum flutningi þegar við mættum til vinnu eftir jólin," segir Boyers. Við áttum von á niðursveiflu á þeim tíma en hún hefur síðan orðið viðvarandi og því höfum við neyðst til að leita annað með kaup á fiski."
Fram kemur í umfjöllun Grimsby Telegraph að fiskvinnslur í bænum fái nú fisk frá Norðmönnum í auknum mæli til að bæta upp minnkandi framboð frá Íslandi.
Minni fiskur frá Íslandi til Grimsby hefur víðtæk áhrif á Bretlandseyjum. Reikna má með hækkandi verði á fiskur og franskar" stöðum, hærra verði og minnkandi framboði í stórmörkuðum og á veitingahúsum. Ennfremur að fiskvinnslur í Grimsby verði að draga úr starfsemi sinni eða leita annað eftir hráefni.
Fram að þessu hafa íslenskar útgerðir lagt til um 70% af öllum fiski sem landað er í Grimsby. Grimsby stendur svo fyrir um 80% af allri fullvinnslu sjávarafurða á Bretlandseyjum.
(visir.is)
Það eru mistök hjá sjávarútvegsráðherra að leggja álag á útflutning á ferskum fiski.Íslendingar höfðu áður fallið frá slíku álagi enda spurning hvort .það stenst reglur ESB.Það þarf að afnema þetta álag sem fyrst.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.