Sunnudagur, 21. mars 2010
Vill,að Jóhanna og Steingrímur víki til hliðar
Benedikt Sigurðsson var gestur Egils Helgasonar í Silfri Egils í dag.Hann ræddi um ríkisstjórnina,verðtrygginguna og skuldavanda heimilanna.Hann sagði,að stjórnarflokkarnir hefðu báðir lofað róttækum aðgerðum til lausnar á skuldavanda heimilanna.Samfylkingin hefði haft góð orð um að afnema verðtrygginguna.Við þetta hefði ekki verið staðið.Benedikt sagði,að báðir formenn stjórnarflokkanna ættu að víkja til hliðar og nýir menn að taka við.Mynda ætti þingmannastjórn.
Ég er ekki sammála Benedikt um ríkisstjórnina.Ég tel ekki,að aðrir menn í þingflokkum stjórnarflokkanna mundu standa sig betur en Jóhanna og Steingrímur.Ég tel,að miðað við aðstæður hafi þau staðið sig vel.Það þýðir ekki,að ég sé ánægður með allt sem ríkisstjórnin gerir.En Jóhanna nýtur trausts í Samfylkingunni og ég býst við að eins sé það hjá VG,að Steingrímur njóti þar trausts.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.