Regluleg laun voru 334 þús. til jafnaðar sl.ár

Regluleg laun á almennum vinnumarkaði voru 334 þúsund krónur að meðaltali árið 2009. Miðgildi reglulegra launa var 282 þúsund krónur og því var helmingur launamanna með laun undir þeirri upphæð. Algengast var að regluleg laun væru á bilinu 175-225 þúsund krónur og var rúmlega fimmtungur launamanna með laun á því bili. Regluleg laun karla voru 360 þúsund krónur að meðaltali en regluleg laun kvenna 293 þúsund krónur. 

Sé aðeins horft til þeirra launamanna sem teljast fullvinnandi, voru regluleg laun þeirra að meðaltali 366 þúsund krónur á mánuði árið 2009 og var miðgildi þeirra 309 þúsund krónur. Regluleg heildarlaun voru 391 þúsund krónur að meðaltali og miðgildið var 344 þúsund krónur. Heildarlaun voru 423 þúsund krónur að meðaltali og miðgildi þeirra var 373 þúsund krónur. Greiddar stundir voru að meðaltali 43,1 á viku.(Hagstofan)

Dagvinnulaun hækkuðu um 3% á sl. ári.

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband