Fjölskylduhjálp mismunar eftir þjóðerni.Pólverjar afskiptir!

Fjölskylduhjálp,sem úthlutar matarpökkum til þurfandi fóks tók upp á því í gær,að láta umsækjendur skipta sér í tvær raðir,Íslendinga í aðra og útlendinga í hina.Mikið af  útlendingum,einkum Pólverjum, hefur leitað til Fjölskylduhjálpar.Hafa þeir mætt snemma á morgnana  og verið óþreytandi að bíða. Fréttablaðið segir frá því í dag,að Íslendingar hafi verið afgreiddir á undan útlendingunum.Forstöðumaður Fjölskylduhjálpar gefur þá skýringu á þessu,að í gær hafi komið mikið af eldra fólki og konum með börn sem hafi átt erfitt með að bíða lengi og hafi þetta fólk því verið tekið fram fyrir útlendingana. En þeir hafi þó allir fengið matarpakka. Fjölskylduhjálp hefur sætt harðri gagnrýni af þessum sökum í dag. Reykjavíkurborg,sem styrkir Fjölskylduhjálpina,hefur gagnrýnt þetta háttalag harðlega.Einnig var þetta gagnrýnt mjög á alþingi í dag.Forstöðumaður Fjölskylduhjálpar hefur lofað að þetta verði ekki gert aftur.

Eiga Pólverjar og aðrir frá Evrópska efnahagssvæðinu að njóta sömu réttinda og innfæddur. Svarið er já. Það eina sem hjálparstofnanir eins og Fjölskylduhjálpin geta gert er að gæta þess að fólk,sem leitar hjálpar hjá þeim  fái þær bætur og aðstoð,sem hið opinbera tryggir þeim.Fólkið á sem sagt að framvísa pappírum.Það á að fá atvinnuleysisbætur og bætur frá almannatryggingum,sem það á rétt á áður en það leitar til Fjölskylduhjálpar. Borgin hefur einnig ákveðna framfærsluskyldu við þá sem ekki geta framfleytt sér.Þegar allt um þrýtur getur fólk leitað til stofnana eins og Fjölskylduhjálpar og Mæðrastyrksnefndar.

 

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband