LÍÚ viðurkennir skuldavanda útgerðarinnar.Á ekki fyrir skuldum

LÍÚ hefiur rekið þann áróður undanfarið,að ef fyrningarleið yrði farin í sjávarútvegi þá mundi útgerðin verða gjaldþrota.Hagstofan birti tölur um eignir og skuldir útgerðarinnar og samkvæmt þeim er eigið fé útgerðarinnar í heild neikvætt.M.ö.o:Útgerðin er nú þegar gjaldþrota. Hún á ekki fyrir skuldum.Það þurfti ekki fyrningarleið til þess að koma útgerðinni í þá stöðu.Útgerðin kom sér í þessa stöðu sjálf.

Friðrik Arngrímsson framkvæmdastjóri LÍÚ hefur verið mjög kokhraustur fyrir hönd útgerðarinnar.En nú fer hann fram í fjölmiðlum og segir að útgerðin þurfi að fá 100 milljarða eftirgjöf á skuldum sínum.Hann segir þetta nauðsynlegt til þess að útgerðin geti  staðið við skuldbindingar sínar og starfað eðlilega.Hvað ætli heimilin þurfi mikla eftirgjöf á sínum skuldum,eða önnur fyrirtlæki en útgerðarfyrirtæki? Það verða allir í þessu þjóðfélagi að sitja við sama borð.

Útgerðin á ekki rétt á skuldaeftirgjöf frekar en aðrir.Ef til vill á hún síður rétt á eftirgjöf en aðrir þar eð hún hefur haft á leigu án alvörugjalds fiskveiðiheimildir, þ.e. afnot af auðlind,sem þjóðin á.Nú ætlar þjóðin að innkalla  þessar veiðiheimildir og þá er sjálfsagt að skoða skuldamál útgerðarinnar í leiðinni.

Björgvin Guðmundsson

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband