Föstudagur, 26. mars 2010
Viðskiptaráðherra: Skuldir ríkisins vel viðráðanlegar
Gylfi Magnússon efnahags-og viðskiptaráðherra flutti erindi í háskólanum um efnahagsmál og ástandið eftir bankahrunið. Hann sagði skuldir íslenska ríkisins vel viðráðanlegar og ekki meiri en hjá mörgum Evrópuríkjum,sem við bærum okkur helst saman við.Það sem hefði einkennt ástandið hér fyrir hrun hefðu verið óhemju miklar skuldir bankanna,fyrirtækja og heimila.Ástandið í kjölfar hruns hefði orðið verra en ella vegna gengishruns og kaupmáttarskerðingar.Gylfi telur,að Ísland verði tiltölulega fljótt að ná sér út úr kreppunni,ekki með fyrstu ríkjum en um miðbik þeirra ríkja,er lentu í kreppu.Hann telur ekki ráðlegt að slíta samstarfinu við AGS. Það verði auðveldara að ná sér út úr krepppunni í samstarfi við AGS.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.