Samfylkingin ræðir brýn verkefni framundan

Laugardaginn 27. mars heldur Samfylkingin flokksstjórnarfund á Hótel Loftleiðum í Reykjavík en þetta er þriðji flokkstjórnarfundurinn frá kosningum sl. vor.

Fundurinn hefst kl. 13:00 með ræðu Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra, sem ber yfirskriftina Brýn verkefni framundan. Síðan taka til máls Dagur B. Eggertsson borgarfulltrúi og varaformaður Samfylkingarinnar sem fjallar um erindi Samfylkingarinnar í sveitarstjórnarkosningunum og Árni Páll Árnason, félags- og tryggingarmálaráðherra sem fjallar um ný úrræði í skuldavanda heimilanna.

Aö loknum framsöguræðum munu fulltrúar málefnanefnda gera grein fyrir umræðum og frummælendur auk Ragnheiðar Hergeirsdóttur bæjarstjóra í Árborg og Kristjáns L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra sitja fyrir svörum í umræðum um komandi sveitarstjórnarkosningar og stöðuna í íslenskum stjórnmálum.

 

Björgvin Guðmundsson

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband