Laugardagur, 27. mars 2010
AGS: Endurreisnin á Íslandi hefur gengið ágætlega
Íslenskir ráðherrar sem funduðu með forsvarsmönnum Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) lögðu mikla áherslu á að endurskoðun á efnahagsáætlun íslenskra stjórnvalda og sjóðsins tefðist ekki vegna Icesave-málsins.
Það kom skýrt fram að menn hér líta svo á að endurreisnin íslenska hafi gengið ágætlega og við séum að standa fullkomlega við okkar hluta af áætluninni," segir Gylfi Magnússon efnahags- og viðskiptaráðherra. Gylfi átti, ásamt Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra, fund með Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóra AGS, auk annarra yfirmanna hjá sjóðinum. Þrátt fyrir það komst ekki á hreint hvenær áætlunin verður tekin á dagskrá.
Eftir fundahöld gærdagsins bindur Gylfi vonir við að áætluninni verði þokað áfram. Það var ríkur skilningur á því að það væri óviðunandi að áætlunin myndi tefjast," segir hann.
Hann segir íslensku ráðherrana ekki hafa verið beitta þrýstingi um að komast að niðurstöðu í deilunni við Breta og Hollendinga vegna Icesave, þó vissulega hafi öllum verið ljóst að ljúka þurfi því máli. Staðan í því máli sé þó sú að allir aðilar þurfi að vera tilbúnir til að koma að málinu til að hægt verði að ljúka því.-
(visir.is)
Ísland hefur staðið við efnahagsáætlunina við AGS.Samt hefur dregist að greiða út þau lán sem Ísland á rétt á frá sjóðnum.Sennilega er það vegna þess að Icesave deilan er óleyst. Nú reynir Ísland að fá lánið útborgað þó Icesave sé ekki leyst. Unnt er nú að benda á,að Noregur er tilbúinn að lána okkur án nokkurra skilyrða. Hvort það dugar til þess að AGS taki tappann úr á eftir að koma í ljós.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.