Laugardagur, 27. mars 2010
Hvers vegna fær Jón Gnarr mikið fylgi?
Það hefur vakið mikla athygli,að samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins fengi flokkur Jóns Gnarr leikara,Besti flokkurinn 2 borgarfulltrúa kjörna í borgarstjórn en Framsókn og Frjálslyndir þurrkuðust út.Framboð Jóns Gnarr er algert grínframboð og hefur hann ekkert verið að leyna því að svo væri.Hvað er hér að gerast? Sennilega er almenningur að láta ljós óánægju sína með gömlu flokkana og óánægju með stjórnmálin yfirleitt.Óánægjan er að vísu meiri með þingið og þingflokkana,þar eð þeir koma sér ekki saman um neitt þó allt sé á heljarþröm í þjóðfélaginu.En óánægjan yfirfærist á borgarstjórn og menn eru ekki búnir að gleyma upplausninni sem þar var fyrri hluta kjörtímbilsins.Kjósendur eru að veita gömlu flokkunum viðvörun.Almenningur er hundóánægður með stjórnmálin í dag. Fólk vill,að flokkarnir vinni saman þegar ástandið er jafnslæmt og það er í þjóðfélaginiu.En það gerist ekki á alþingi.Það hefur meira verið um samstarf milli stjórnar og stjórnarandstöðu í borgarstjórn en borgarstjórn nýtur þess ekki í skoðanakönnun Fréttablaðsins.Ég hefi ekki trú á því að Jóni Gnarr haldist á öllu þessu fylgi í kosningum en hann ætti sjálfur að vera öruggur inn í borgarstjórn.
Björgvin Guðmundsson
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.